Ég rakst hér á eina góða síðu þar sem hægt er að taka lítið próf um hvar þú stendur í stjórnmálum, m.ö.o. hvað þú ert mikið vinstrisinnaður, hægri, fasisti eða anarkisti. (hvernig er þetta tvennt á ísl?)

Maður ýtir fyrst á Take the Test linkinn sem er á miðri síðunni og síðan eru síður með nokkrum spurningum sem maður svara með því að velja einn af fjórum valmöguleikum sem eru “Strongly agree”, “Agree”, “Disagree” og “Strongly disagree”.

Þegar maður er svo búinn að svara þá fær maður strax að vita svona nokkurn veginn hvar maður er.

Mjög sniðugt, þó þetta sé kannski ekki 100% nákvæmni á hvar maður er staddur.

Prófið—->>>http://politicalcompass.org/

Bætt við 1. mars 2007 - 21:14
Einnig þætti mér gaman ef að okkar góðkunni stjórnandi og kommi, Amazon, þeytti þetta próf og segði okkur niðurstöðurnar hér á þessu þræði ;)