Nú fer að líða að kosningum eins og flest allir vita og skiptar skoðanir eru á því hvað fólk ætlar að kjósa.
Það hefur truflað mig rosalega mikið upp á síðkastið hvað ég hef heyrt marga krakka, sem kannski meiga kjósa í fyrsta skipti í alþingiskosningum, segja að þau nenni ekki að kjósa!
Setningar eins og “mér er alveg sama” og “þetta kemur mér ekki við” hljóma oft.
Er þetta eitthvað grín?
Hvernig getur nokkur manneskja sem ætlar að búa í þessum heimi, ekki viljað hafa áhrif á þjóðfélagið??
Svo er þetta sama fólkið og hvartar yfir hvað skólin er ömurlegur, og hvað það er dýrt að leigja, en þeim dettur ekki einu sinni í hug að reyna að hafa áhrif?
Ef þér lýst ekki á neinn kostinn, sem í framboði er þá ferðu á kjörstað og skilar inn auðu, þú verður að sýna í verki að þú sért ekki sátt/ur. Þú ert með kosningarétt af ástæðu!
Hvað haldið þið? Er fólki í dag virkilega svona sjálf um hverft að það nennir ekki einu sinni að eyða einum degi á fjögura ára fresti í það að segja hvað því finnst?