Þetta er bara rugl. Það er ekkert ósanngjarnt við það að sá sem mestum skaða veldur samfélaginu greiði mest til þess.
Ég ætla að koma aðeins með eina dæmisögu frá Rússlandi.
Á meðan Sovétríkin stóðu notuðu neysluframleiðendur aðallega pappa í umbúðirnar utan um vöruna. Sem meikar sens þar sem pappi er ódýrt og meðfærilegt efni, en hann er líka gæddur þeim kosti að það er auðvelt að urða hann eða endurvinna. Á þessum tíma var rusl líka ekkert vandamál í Sovétríkjunum og leppstjórnum í kring. Hins vegar eftir að kapítalisminn náðu völdum þarna fóru einkafyrirtækin að nota plast í meira mæli í umbúðir. Og plast er alveg hræðilegt að urða og þar af leiðandi hrannaðist ruslið upp og varð mikið vandamál með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið sem skattgreiðendur þurfa að borga. Er eitthvað sanngjarnt við þetta? Kapítulið græðir en almenningi blæðir. Vitaskuld væri sanngjarnara ef fyrirtækin (þeir sem eiga þetta rusl) borgi sitt eigið hnjask, eða enn betra, sleppi því að valda þessu hnjaski.
Þess vegna er mengunarskattur ekkert nema sanngirnin holdi klædd með tilheyrandi gæðum.
Og eitt í viðbót, vetnisvæðing Íslands er ekki óraunhæfir draumórar, vantrú á henni er öllu heldur skortur á draumum.