Ansi merkilegir hlutir komu í ljós í Silfri Egils í dag, t.a.m. það að Jakob Frímann er hættur hjá Samfylkingunni en það sem meira var kom í ljós hjá Steingrími Joð, formanni Vinstri Grænna. Steingrímur vill láta setja á laggirnar svokallaða netlögreglu, eða öllu heldur lögreglu sem að sér til þess að fólk skoði ekki né, dreifi klámi á milli sín.

“Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag.” - http://www.visir.is/article/20070225/FRETTIR01/70225045

Þar sem að ég hef skilað inn auðu frá því að ég fékk kosningarétt (ekki það að ég hafi ekki áhuga á pólítík, ég bara einfaldlega finn mig ekki hjá neinum flokki) þá setur þetta mig í frekar skrýtna stöðu, ég gæti þurft að fara gegn sannfæringu minni til þess eins að VG komist ekki til valda.

Ritskoðun, neyða fyrirtæki til að ráða einstaklinga o.fl. er ekki það sem að ég vil sjá í íslensku samfélagi.
“There is no need for torture, hell is other people.”