Nú hefur nafnlaust bréf, sem sent var hæstaréttaradómurum ogfl ollið fjaðrafoki enda harðar ásakanir á hendur dómurum fyrir að dæma Baugsmönnum vísvitandi í hag.
Bréfið má lesa hér: http://visir.is/assets/pdf/XZ197223.PDF

Höfundur virðist þekkja ansi vel til á meðal dómara og jafnframt hatast mjög út í Baug og einstaka dómara eins og Arngrím Ísberg héraðsdómara. Það gæti því orðið athyglisvert um hvern er að ræða, ef bréfritarinn er “innmúraður”. Ætli þetta sé nýjasta útspil þeirra sem vilja ná sér niðri á Baugi, eða geta menn nokkuð tekið svona nafnlausar ásakanir alvarlega?