Já, en hvað felst í þessari meintu “klámvæðingu”?
Ég held að fólk noti þetta orð varla nema það líti á þetta sem svo að klámið sé bókstaflega að tröllríða heiminum, skapandi meiri hættu á nauðgunum og kynferðislegum misnotkunum, svo ekki sé minnst á lauslætið!
Hvernig get ég sagt hvort ég sé hlynntur eða á móti klámvæðingu ef ég veit ekki einusinni hvað spyrjandinn er að meina?
Ég hef lítinn áhuga á fyrrgreindi tannkremsauglýsingu, en ég sé ekki hvað er rangt við aukið kynfrelsi og opnari umræðu um kynlíf.
Hver andskotinn er eiginlega “klámvæðing”?
Getur einhver svarað því? Ég er svona helst að vonast eftir svari frá höfundi umræddrar skoðanakönnunar.
Kv.