http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255098;rss=1
Þessi maður er ekki liðhlaupi (eða allavega ekki í neikvæðu merkingu orðsins), hann er lýðræðissinni.
Það er kominn tími að svona menn verði bersýnilegri í heiminum þar sem lýðræði hefur verið á stöðugu undanhaldi síðan 1789.
Aðrar fréttir þaðan Vestra, en kaninn var að hætta við tilraunasprengingu sökum mótmæla íbúa.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255103;rss=1
Hugararfar Vesturmanna virðist vera að breytast til hins betra eftir að demókratar tóku völdin. Það er hins vegar mikið verk fyrir höndum. T.d. var fyrrnefndur hermaður látin dúsa inni fyrir það sem hann trúði á, svoleiðis á ekki að þekkjast í lýðræðisríki.
Annað gott dæmi um hugarfarsbreytingu var þegar Dixi Chicks unnu aðal-grammíverðlaunin, en áður höfðu þær verir rakkaðar niður í sand og ösku fyrir gagnrýnar skoðanir á forsetanum sínum.
Vonandi heldur þessi þróun áfram svo að í framtíðinni munu Kananir ekki fagna þegar óþekktur Kasekstanskur aðili talar um dráp á Írökum á ródeóleik en baula svo þegar hann singur þjóðsönginn.
Bætt við 22. febrúar 2007 - 22:54
*Þjóðsönginn sinn