“Christina Ponga, skipuleggjandi ráðstefnu netklámsframleiðenda, Snowgathering 2007, segir það mikil vonbrigði að Radisson SAS hótelið í Reykjavík hafi ákveðið að synja ráðstefnugestum um gistingu og að skipuleggjendur neyðist til að hætta við að halda ráðstefnuna á Íslandi. Hún eigi ekki von á því að annað hótel vilji hýsa ráðstefnugesti.
„Ef við ætlum ekki að fremja lögbrot í landinu, af hverju ætti okkur þá að vera úthýst? Það er engin glóra í þessu,“ sagði Ponga í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins um hálftvöleytið í dag. Hún sæi ekki betur en að eigendur hótelsins hefðu verið beittir þrýstingi og látnir úthýsa ráðstefnugestum.”
: Tekið beint af http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255022
Ég hálfskammast mín fyrir þetta. Ég skammast mín fyrir landið og finnst það hafa smánað sig að hafa gert þetta. Við dæmdum þetta fólk sem glæpamenn og neituðum að hýsa einn fund og túristaferð á merka staði sem við Íslendingar höfum verið svo stoltir af, s.s. bláa lónið.
Ég vil fá að vita hvað gerir Ísland svona sérstakt?
Hvað er það sem gerir Íslandi kleift að banna þessu fólki að halda fund þar sem flest önnur evrópulönd höfðu varla litið tvisvar við.
Mér finnst þetta stangast á við svo margt sem við Íslendingar höfum staðið fyrir.
Vinsamlegast segið mér hvað er svona miklu betra við Ísland að við getum ekki hýst fund fyrir hóp af fólki sem stundar starfsgrein sem er samþykkt og viðurkennd næstum því allsstaðar í heiminum, og ekki koma með kjaftæðið að þessi hópur sé bendlaður við mannsal, vændi og barnaníð.
Ég er bara sár út í þetta alltsaman.