Það er hið minnsta mál, það þarf að koma fram undanfari þessara viðskipta, athuga hvort eitthvað áþekkt hafi verið gert áður (lönd voru keypt af Frökkum og/eða Spánverjum ef ég man rétt), auk þess er hægt að fjalla um ítarlega hversu vel Rússar þekktu Alaska og hversu ítarlega Kanar þekktu þetta land. Auk þess er hægt að koma inn á hernaðarlegt gildi þess að losna við Rússa úr Ameríku o.s.frv. Þetta er ekkert mál, byrja bara á því að lesa sér vel til um þetta. Svo má að sjálfsögðu troða almennum upplýsingum í innganginn um hvar Alaska er, lýsa legu landsins og forsögu.
Fínn upphafspunktur:
http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_AlaskaGangi þér vel ;)
Bætt við 22. febrúar 2007 - 15:08 Ákvað að lesa greinina sjálfur… þeir vissu víst ekki um neina olíu en það kom í ljós að þarna var gull. Kannski grunaði þeim það. En í dag eru þarna olíulindir svo að að viðskiptin voru vænleg af mörgum ástæðum.