Mig langar bara að skella fram þeirri spurningu og reyna að fá það á hreint, hvað er málið með þessa svakalegu fóbíu gegn klámi???
Það er einsog allir í fréttum séu orðnir einsog ofsatrúaðir bandaríkjamenn þegar að einhver smá viðburður einsog klámráðstefna er ætlað að vera á Íslandi…

Ég en ekki búsettur á Íslandi einsog er en á netmiðlum virðist ekki mikið annað komast fyrir en þessi klámráðstefna þessa dagana.

Það viðist alveg hreint fyrir mann sem ekki er heima á klakanum að það er einsog það sé verið að skafa úr fólki hjartað með þessu! Þvílíkar eru staðhæfingarnar sem fólk er með í fréttunum…

Er þetta virkilega svona mikið mál?
Ég get bara ekki skilið afhverju, ég meina það stunda allir kynlíf, eða allir sem hafa kost á því… og það eru flestir sem að geta notið þess að kíkja á smá klám, sumir á mikið klám en what ever…
Hvað er þá málið með þessa klámráðstefnu, ég vill meina að Ísland sé framarlega á hestinum hvað varðar klámtengd mál og hvað segir maður, opinská heit eða hvernig sem maður getur orðað það, mér finnst Ísland vera opið fyrir nýjungum og þetta svakalega mikla væl í fólki um þessa ráðstefnu held ég (þó að ég viti nú ekki mikið um málið) að sé einsog nornabrennur í gamladaga eða eitthvað álíka…

Hvað finnst þér?

Finnst þér að það ætti að banna þetta? afhverju þá?

Eða finnst þér að ætti að leyfa þetta?



p.s. I cant think clear when I´m hung over…