Það er ólöglegt að framleiða og selja klám hér á landi. Er það réttlætanlegt? Afhverju/Afhverju ekki?

Bætt við 17. febrúar 2007 - 15:47
Nú er ekki til nein skilgreining á klámi í lögum, en umræðunnar vegna þætti mér fínt ef við gætum haldið okkur við skilgreiningu dómstóla úr máli Sigurðar John Lúðvíkssonar.

Lögð er áhersla á að sýna kynfæri karla og kvenna, kynmök um leggöng og endaþarm, munnmök, sjálfsfróun og fjöldakynmök, allt á ögrandi hátt … Myndskeið eru dregin á langinn og kynfæri sýnd í nærmynd við kynmök … án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði en því að sýna kynlífsathafnir. Listræn eða bókmenntaleg tjáning ástar var ekki sýnileg í þeim myndskeiðum, sem skoðuð voru.