Ágætis könnun. En allt í lagi að fólk geri grein fyrir atkvæði sínu ef það vill.

Ég merkti við Demókrata. Ekki af því ég sé svo ógurlega hrifinn af þeim, heldur því mér finnst þeir skárri en Repúblikanar.

Og það er nú málið: Það er vanalega ýmis framboð í USA með ýmis góð þjóðþrifamál á sínum stefnuskrám. Má þar t.d. nefna Ralph Nader og stuðningsmenn hans. En stjórnkerfið er hreinlega svo rótgróið tvíflokkakerfi, að atkvæði greidd “smáframboði” falla ýmist dauð niður, eða duga í besta falli til að taka fylgi af öðrum tvíflokanna og koma hinum að.

Þetta er því miður eins með fjórflokkakerfið hér á landi, þó skárra sé kannski að hafa flokkana fjóra en tvo. Það mættu Samfylkingarmenn sem láta sig dreyma um tvíflokkakerfi sitt og Íhaldsins athuga. Tvíflokkakerfi er að mínu mati víti að varast.
_______________________