Ég er stoltur meðlimur Framtíðarlandsins og í ljósi þeirra skoðunarkönnunar sem Blaðið birti á dögunum tel ég framboð óhjákvæmilegt.
Hvers vegna?
Í þessari könnun mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 45% fylgi. Það þýðir að stóriðjustefnan yrði enn við lýði næstu 4 árin. Eitt meginmarkmið Framtíðarlandsins við stofnun þess var að láta þessa sóvésku atvinnustýringu víkja með framtíð landsins í huga. Og það er ljóst, fyrst sjálfstæðisflokkurinn mælist með svona gífurlegt fylgi, að minnka verði fylgi þessa flokks ef markmiðið eigi að takast. Framboð framtíðarlandsins er öflugt vopn sem nota ber í stöðu sem þessari.
Ég get því miður ekki kosið þar sem ég er staddur úti á landi. En ég hvet þá hugara sem eru í Framtíðarlandunu til að kjósa með framboði á fundinum í kvöld.

http://framtidarlandid.is/dagskra-fundarins-7-feb