Steve Forbes er klassískt dæmi um bandarískan svíðing sem sér möguleika í íslensku viðskiptalífi og vill að hnattræn (bandarísk) stórfyrirtæki, eins og Forbes-veldið, njóti ágóðans. Með núverandi miðstýringa seðlabankans erum við bókstaflega að gefa íslensku bönkunum marga milljarða á ári. Forbes og hans líkan vilja færa ágóðan frá íslensku bönkunum til Bandaríkjanna með því að færa miðstýringuna frá seðlabankanum til Washington eða Brussel (sem er jú einnig peð þessara hnattrænu stórfyrirtækja).
Það er eitt ef fyrirtækin
vilja gera upp í evrum, sem er allt í lagi, en annað að
skikka alla til að nota Evrur. Það er ekki frjálshyggjan sem Adam Smith sá fyrir sér.
Bætt við 4. febrúar 2007 - 19:07 Forbes
Til að mynda lækkuðu þeir [repúblikar] skatta á fjármagnstekjur, settu þak á ríkisútgjöld og komu í veg fyrir tilraunir hans [Bill Clinton] til að þjóðnýta velferðarkerfið.
Enn hræðilegt, hinn almenni borgari hefði getað hagnast.