Ég er alveg hættur að trúa því að þessi stöðugu hryðjuverk í Írak og víðar séu einvörðungs verk uppreisnarmanna. Það sem fékk mig til að efast voru hryðjuverkin í gær sem drápu yfir 120 og um 10 byggingar hrundu til grunna.

http://en.wikinews.org/wiki/Iraqi_Suicide_Bomber_Kills_121%2C_Injures_over_200_others

Það er alveg ljóst að sprengjuefnið sem þarna var notað er ekki búið til úr matarsóda svo eitthvað hefur þetta kostað. Auk þess ætti það að vera mun arðbærra fyrir uppreisnarhópa að kaupa vopn fyrir sama pening og ræna völdum í vissum sýslum, svona svipað og íslamistar gerðu í Sómalíu og talíbanar í Afganistan.

Nei, einhver hlýtur að fjármagna þessar stöðugu árásir. Kannski eru það Exxon, kannski yfirvöld í Sádi Arabíu, ég veit það ekki en það er alveg ljóst að ástandið þarna er eitthvað dýpra en kemur fram í fjölmiðlum.