Það er einfaldlega vegna global dimming áhrifanna. Svifryk og sót sest að í skýjunum og bindist vatnssameindum og virkar eins og stór spegill.
Dæmi 1:
Hitasveiflur á lægsta og hæsta hitastigi daganna þegar flugið lá niðri í Bandaríkjunum eftir 9/11 voru um 1°C. Hljómar ekki mikið en það eru gífurlegar sveiflur á svo stuttum tíma.
Dæmi 2: Það má rekja hitabylgjuna sem gekk yfir Evrópu ekki fyrir svo löngu til þess að ESB setti ný lög varðandi sót sem bílar og iðnaðurinn mátti gefa frá sér. Þar sem koldíoxíðið minnkaði ekki á meðan sótið minnkaði lækkuðu áhrif global dimming gífurlega og hitabylgjan drap hundurði ef ekki þúsundi manna.
Þannig með því að halda því fram að þú treystir bara söginni þá eru búin að fella þá trú þína. Einfaldlega vegna þess að koldíoxíð hefur hækkað gífurlega en sótmengun hefur minnkað hægt og rólega frá upphafi vegna nýrra mengunarvarna og brennslu annara jarðefna sem gefa ekki frá sér eins mikið sót. Þess vegna hefur hitinn ekki hækkað eins gífurlega eins og hann ætti að hafa gert. Menn notuðu nú kol rosalega mikið og sótið frá þeim hélt hitanum jöfnum.
Mjög góð heimildar um þetta er að finna hér
http://smashingtelly.com/2007/01/12/global-dimming/