Það tók nú ekki langan tíma að finna þetta.
Æsingsóráðsheilkenni er skilgreint sem sjúkdómur/sjúkdómsástand. Það felur í sér fjóra aðalþætti sem koma fram í ákveðinni röð. Hiti, óráð með uppnámi eða æsingi, öndunar- og hjartastopp og dauði. Í flestum, en ekki öllum tilvikum, endar óráðið með átökum við lögreglu eða heilbrigðisstarfsmenn og með því að líkamlegar hömlur eru lagðar á viðkomandi (hreyfingar heftar). Dæmigert er að fáeinum mínútum eftir að viðkomandi hættir að berjast um fer viðkomandi í öndunar og hjartastopp. Æsingsóráðsheilkenni sést yfirleitt í tengslum við neyslu örvandi efna, en getur einnig sést í tengslum við viss lyf svo og geðsjúkdóma. Einkennandi er að ekki er um banvæna skammtastærð að ræða af örvandi efninu, heldur bregst líkaminn óeðlilega við efninu. Æsingsóráð getur verið banvænt án þess að til komi átök með líkamsheftingu í kjölfarið. Ólíklegt er að æsingsóráðið hefði endað jafn illa og það gerði í þessu tilviki, hefði ekki verið um undirliggjandi hjartasjúkdóm að ræða.http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1250819Reyndar er það svolítið grunsamlegt að enginn heimild er til með þessu nafni fyrir 31. janúra 2007
http://www.google.is/search?q=%C3%86sings%C3%B3r%C3%A1%C3%B0sheilkenni&hl=is&lr=&start=10&sa=N Svo þá kemur tvennt til greina, annaðhvort er þetta fyrsta atvikið sem við kemur þessu heilkenni hér á landi eða að réttarsálfræðingurinn hafi verið of latur eða er vanhæfur til að koma með réttar niðurstöðu