Sérkennileg hugsun að vilja banna alla skapaða hluti. Nú World of Warcraft.
Er þá ekki kominn tími á að banna allt sem mönnum finnst óheyrilega skemmtilegt og eyða alltof miklum tíma í. Ég er með nokkur atriði sem ætti að banna ef að banna á World of Warcraft.
1. Golf. Ótrúlega stór hluti þjóðarinnar er gjörsamlega forfallinn þessari íþrótt og gerir ekkert annað í frítíma sínum en að slá kúlu með kylfu á grasflötum. Klárt mál að banna þetta.
2. Skemmtistaði. Fólk verður fullt, fer heim með “röngum” aðila eða kynnist vafasömu fólki á þessum stöðum. Ekkert nema sukk og svínarí. Klárt mál að banna þetta.
3. Kynlíf utan hjónabands.
4. Hraðskreiða bíla.
5. Enska boltann.
Það er hægt að halda áfram endalaust og færa rök fyrir alls konar rugli. Ef að menn vilja fara að banna svona hluti þá er ekki fyrirséð hvar það endar. Mönnum verður að vera í sjálfsvald sett í hvað þeir eyða tíma sínum og peningum.
Hættið þessu kjaftæði. Þessum þræði er hér með læst.
Kveðja,
Xavie