Ég myndi ekki kenna kananum um þetta, frekar hnattrænum stórfyrirtækjum. Það eru gífurlegir fjármunir í húfi. Þú sérð bara allan þennan áróður um misnotkun á höfundarétti í gegnum internetið. Það hefur ekkert að gera með listina eða listamennina sem eiga þau listaverk sem er dreift um netið því internetið er það besta sem hefur komið fyrir hana frá upphafi siðmenningarinnar. Nei, þetta eru stóru útgáfufyrirtækin sem standa að þessum áróðri. Þau eru ekki að græða eins og þau vilja og fyrst áróðurinn virkar ekki, þá held ég að þau hiki ekki við að grípa til þessara ráða sem lýst er í þessu myndbandi. Það græða allir á þessari misbeitingu netsins, nema neytandinn að sjálfsögðu. Alveg í anda nýfrjálshyggjunnar.
Ég er viss um að Adam Smith bylti sér í gröfinni þegar hann fréttir af þessu því ef hann hefði spáð fyrir að svona myndi fara fyrir frjálshyggjunni sem hann boðaði, þá hefði hann ábyggilega haldið kjafti og leyft kommunum að taka völdin.
Það er hægt að líta á það þannig að karlarnir (já, þetta eru örugglega feitir, hvítir karlmenn) sem eru að fara svona með netið séu hinir einu sönnu afturhaldskommatittar sem Davíð talaði svo fallega um hérna um árið. Því ekki er þetta í anda frjálshyggjunnar. Kóngar dagsins í dag eru hnattrænu stórfyrirtækinn og þau fara með neytendurnar eins og þeim sýnist. Eigendur þessa fyrirtækja hafa komið upp kommúnista samfélagi hérna á vesturlöndum. Þeir hafa völdin og þeir geta gert það sem þeim sýnist. Þar með talið stjórnað internetinu.
Lýðræði er löngu dautt fyrirbæri, í hinum vestræna heimi ríkir fyrsta flokks kjarnræði. Fyrirtækin ráða meira að segja hvaða lönd við ráðumst á. Og ekki skánar það því þau ráða líka hinum ýmsu dómsúrskurðum. Sjáðu bara hvernig fór hjá þessum svíðingum í mengunarslysinu (ef slys má kalla) í Bhopal. Uninon Carbide valtaði yfir aumingja Indverjana sem máttu svo mikið þola. Og Uninon Carbide er enn í fullu fjöri. Svo lítill er skömmin að þeir varla nenna að biðjast afsökunar.
Þetta sama er að gerast fyrir austan, í Kína aðallega, nema þar er það ríkisstjórnin sem er að leika sama leik og fyrirtækin hérna í hinum vestræna heimi. Kínverjar fá ekki að velja hvaða ríkisstjórn kúgar almenning og við fáum ekki að ráða hvaða fyrirtæki það er sem kúgar okkur.
En það mætti víst endalaust ræða um þetta og þetta svar er orðið allt of langt hjá mér.
Lifi byltingin, burt með kjarnræðið og inn með lýðræðið, valdið til almenningsins. Vald.org er með puttann á púlsinum í þessum efnum.
Friður!