Ég hef tekið eftir því að síðustu ár hefur rasismi á íslandi aukist til muna og er rasismi farinn að þróast út í lífsstíl.
Mælirinn minn filltist þegar Félag íslenskra þjóðernissinna var stofnað og hef ég sent ófá mail þangað, en mælirinn hefur verið á niðurleið síðan en fyrir 3 dögum leiddi ég augun að könnun sem var i gangi á www.hugi.is/djammid og fékk ég þá alveg nóg.
Þannig var mál með vegsti að einhver húmoristi hafði búið til nýjan notenda undir falskri kennitölu og nafni bara til þess að senda inn þessa könnun sem hljóðaði svona: á að banna tælendinga á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: já auðvitað, nei eða svo lengi sem þeir eru ekki fyrir mér. Þetta er alveg með ólikindum og bið ég þann sem sendi þessa könnun inn að vinsamlegast senda mér línu.
Að þessi könnun hafi komist inn í kerfið er með ólíkindum, en ég sendi ritstjóra mail og hann kipti þessu í liðinn.
Ég er samt ánægður að umræða um rasisma hér á íslandi er að opnast.
Eftir árásirnar á Bandaríkin voru börn frá hinum ýmsu löndum sem eru búsett hér á Íslandi lögð í einelti eða hreinlega lamin fyrir það eitt að einhver glæpahópur í Afganistan réðst á Bandaríkin.
Þessi börn eru meira að segja ekki öll frá afganistan.
Ef þetta er ekki rasismi hvað þá?
kveðja, Guðgeir.