Fór að hugsa um þetta eftir að hafa heyrt enn eina fréttina um byrgið og svo fór ég að heyra um einhver samtök sem ætluðu að taka við fólkinu sem var í byrginu og svo kom fram í fréttinni að þessi samtök (sem ég man ekki hvað heita) væru rekin af Hvítasunnusöfnuðinum!!

Og ég bara spyr, Heldur fólk virkilega að það sé gott fyrir fólk, sem er að reyna fóta sig aftur í lífinu eftir að hafa orðiilla úti í eiturlyfja neyslu, að lenda inn á stofnun þar sem það er heilaþvegið með alskonar bulli um að guð lækni það o.s.frm.

Þessi trúfélög notfæra sér einmannaleika þessara einstaklinga til að láta þau trúa alskonar kjaftæði og þar með fá fleiri meðlimi í Félögin sín!

OG svo til að toppa þetta allt ákveður ríkið að styrkja þetta á meðan verið er að reyna aðskilja ríki og kirkju!

Ég sé fyrir mér hvernig Ísland verður ef þessi ríkisstyrktu ofstækissamtök næðu einhverri stærð hérna á Fróni.

Þá væri ekki langt í að Vatnaskógur yrði “Jesus Camp” og samkynhneigð væri viðurkend sem sjúkdómur!

Ég skora á stjórnvöld að endurskoða áætlun sína í meðferðarúrræði fyrir þetta fólk, eins og tildæmis efla SÁÁ og ennfremur stöðva ALLA styrkveitningu og önnur útgjöld til Öfgasamtka, kristinna eða ei.