Jæja.
Nú þegar loksins má nefna blessuð börnin Hólmfastan Kaktus, Ljótan Dreka, Bíbí Blíðu og Hugljúfa Þúfu — er þá ekki mál að finna blessuðu fólkinu sem skipar mannanafnanefnd eitthvað vitrænt að sýsla — og vísa jafnframt áhugasömum og frumlegum málnotendum með djúpstætt hatur á afkvæmum sínum beint að skírnarfontinum?
Maður spyr sig.
Ég gæti ekki verið meira sammála. Til hvers er mannanafnanefnd? Ef það sinnir ekki þeim tilgangi að hafa hömlur á ímyndunarafli eiturlyfjasýktra hippa þarf hennar ekki við.
Ætti ekki að leggja hana af?