Um daginn var ég að lesa að yfir 100 sjítar hefðu verið hengdir á ljósastaurum og símstaurum Bagdad í hefndarskyni fyrir Saddam Hussein. Er þetta það sem við viljum? Er Saddam Hussein, þessi morðingi, virði en fleiri mannslífa? Mér er bara spurn. Er Saddam virkilega virði alls óróans, morðanna og athyglinnar sem beinist að honum þessa daganna? Er það þetta sem dauðarefsingasinnar vilja? Eða er þeim kanski bara alveg sama? Hvar er eiginlega grensan á hámarki ómannúðleika, heimsku og hugsunarleysis? Hefðu menn ekki getað gert sér afleiðingar aftökunnar í hugarlund áður en hún var framkvæmd? Mín skoðun er sú að það hefði bara átt að stinga Saddam Hussein inn í einhven lítinn klefa og láta hann dúsa þar til æviloka. Sem allra minnst ætti að bera á honum og hann ætti að fá eins litla athygli og unnt er. Auðvitað skil ég samt reiði ættingja og vina þeirra sem voru drepnir af Saddam og reiði mannkynsins yfirleitt. Maðurinn framdi svívirðilega glæpi. En dauðarefsing er aldrei rétta lausnin að mínu mati. Bara mín skoðun. Einnig vil ég minna á það sem einhver annar skrifaði um, að hengingin hefði óbeint valdið dauða þriggja Barna. Það finnst mér það sorglegasta og mér finnst að menn ættu í síðasta lagi núna að gera sér grein fyrir því að dauðarefsing ER EKKI RÉTTA LEIÐIN.