Það myndi hjálpa mér mjög mikið ef að einhver gæti nefnt mér dæmi um af hverju- eða af hverju ekki ætti að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár.
Vonandi getur einhver komið með góð rök, kv. Toggi.
Þeir sem eru fæddir í júní 1990 eða fyrr taka próf á gamla tímanum (17 ár og 0 mán.)
Þeir sem eru fæddir í júlí 1990 geta tekið prófið í ágúst 2007 (17 ára og 1 mán.)
Þeir sem eru fæddir í ágúst 1990 geta tekið prófið í október 2007 (17 ára og 2 mán.)
Þeir sem eru fæddir í september 1990 geta tekið prófið í desember 2007 (17 ára og 3 mán.)
Þeir sem eru fæddir í október 1990 geta tekið prófið í febrúar 2008 (17 ára og 4 mán.)
Þeir sem eru fæddir í nóvember 1990 geta tekið prófið í apríl 2008 (17 ára og 5 mán.)
Þeir sem eru fæddir í desember 1990 geta tekið prófið í júní 2008 (17 og hálfs árs)
Þeir sem eru fæddir í janúar 1991 geta tekið prófið í ágúst 2008 (17 ára og 7 mán.)
Þeir sem eru fæddir í febrúar 1991 geta tekið prófið í október 2008 (17 ára og 8 mán.)
Þeir sem eru fæddir í mars 1991 geta tekið prófið í desember 2008 (17 ára og 9 mán.)
Þeir sem eru fæddir í apríl 1991 geta tekið prófið í febrúar 2009 (17 ára og 10 mán.)
Þeir sem eru fæddir í maí 1991 geta tekið prófið í apríl 2009 (17 ára og 11 mán.)
Þeir sem eru fæddir í júní 1991 geta tekið prófið í júní 2008 (18 ára og 0 mán.)
Sem þýðir það að þeir sem eru fæddir frá og með júní 1991 taka bílprófið 18 ára.