Var að lesa um kynferðislega misnotkun á heyrnarlausum í Vísi 12. janúar sem er sláandi - en af 280 heyrnarlausum voru 60% sem höfðu þolað kynferðislegt ofbeldi.
Nú ef þetta eru niðurstöður sem eru raunhæfar og sannar - hvað má þá ætla að sé í alvörunni prósentutala þeirra sem lenda í kynferðisofbelði?
Ætli þessi tala 1/3 sé sú tala sem er sönn?
Og hvað verður núna gert? Verður þessu sópað undir teppið? eða verður eitthvað raunhæft sem gerist? Fær þetta fólk Hjálp? Og þá hverskonar hjálp. Er verið að kæra sum þessara mála? Er haldið utan um þessar nýju niðurstöður og eitthvað gert til að koma í veg fyrir að kynferðisleg minnotkun á sér stað hjá börnum hvort sem þau eru heyrnarlaus eða ekki?
http://www.visir.is/article/20070112/FRETTIR01/101120115&SearchID=73269138206298
http://www.visir.is/article/20070113/FRETTIR01/101130115&SearchID=73269137784824