Langar bara að benda á eitt. Bandaríkjamenn henda árlega svo miklu áli að það væri hægt að endurnýja allan flugvélaflota þeirra TVISVAR með því áli sem er hent.
Það var mjög góð heimildarmynd í sjónvarpinu um gróðurhúsaáhrifin fyrir um það bil ári. Þar kom fram að gróðurhúsaáhrifin eru tvíþætt. Bæði eru það það magn CO2 í andrúmsloftinu og sót frá brennslu eldsneyta.
Til að byrja með hafa margir andsæðingar gróðurhúsaáhrifanna bent á að þetta sé gott fyrir gróðurinn. Já CO2 er eitt af undirstöðuatriðum ljóstillífunar. Alþjóðlegri marga ára rannsókn lauk í ár þar sem koma fram að plöntur nýta ekki nema ákveðið mikið af koldíoxíði. Þannig að plönturnar geta ekki tekið við öllu þessu koldíoxíði sem við dælum út í loftið, heldur geta þær bara nýtt ákveðið mikið magn.
Einnig hafa andstæðingarnir bent á að miðað við allt magnið sem er komið út í andrúmsloftið ætti hitastigið á jörðinni að hafa hækkað gífurlega, en svo hefur ekki ennþá gerst. Þar kemur sótið inn í málið.
Sótið sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneyta stígur upp í andrúmsloftið. Þessar sótagnir byndast vatninu í skýjunum og mikið vatn getur safnast á þær án þess að falla. Þetta stækkar yfirborðsflatarmál skýjanna og þau virka eins og risastór spegill. Afleiðingarnar af þessu sáust skýrt og greinilega þegar áhrif þeirra voru mæld.
Áhrifin voru mæld á Madagaskar þar sem ský með mikið magn sótagna huldi hálfa eyjuna og ský með lítið magn sótagna hinn. Munurinn á hitastiginu var mjög greinilegur og sýndi hvað sótagnirnar hafa mikil áhrif. Aftur sást þessi munur þegar Evrópusambandið setti ný mengunarvarnarlög og búnaður í bílum og verkssmiðjum minnkuðu magn sóts sem fór út í andrúmsloftið. Hitabylgjan sem fylgi sumarið eftir, fljöldi fólks dó, má rekja beint til þess að sótmagnið var miklu minna.
Einnig fékkst mjög gott tækifæri til að mæla þetta þegar árásirnar á Bandaríkin 11. september voru. Þá lá allt flug niðri í dag og mældist munur á hæsta og lægsta hitastigi mjög mikill þann dag miðað við hina.
Það verður að fara samstíga í þessar aðgerðir, það má ekki minnka bara sótmagn en ekki CO2 þar sem sótið er raunar að halda hita jarðar lægri en hann væri.
Hinsvegar ef við höldum svona áfram óbreytt verður það og seint árið 2030. Þá mun hitinn stigmagnast meira og meira og um 2100 mun gífurlegt magn metans stíg upp frá hafsbotinum vegna hita hafsins og jörðin verður nánast óbyggileg. Sjávaryfirborðið mun einnig hækka gífurlega þegar norður og suðurpólarnir ásamt Grænlandsjökli hverfa algjörlega. Þá mun mjög stórt yfirborð Jarðar fara undir vatn.
Svo er gaman að benda á að Bandaríkjamenn eyða meiri pening í áróður geng gróðurhúsaáhrifum en í rannsóknir til að sanna eða afsanna kenningarna