17 ára ökumaðurinn var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit í Breiðholti. Í bíl hans fundust þrjár axir sem ökumaðurinn átti erfitt með að gera grein fyrir og voru þær því haldlagðar.
Kannski alvarleg skýring á bakvið þetta, en fannst þetta samt sem áður skondið að vera með 3 axir í bílnum sínum… bömmer að vera stoppaður svona við hefðbundið eftirlit :)
Þá var bíll stöðvaður í Kópavogi um hálfþrjúleytið í nótt en á meðal farþega var 14 ára stúlka. Hún átti að vera löngu komin í háttinn og gat gefið lítt haldbærar skýringar á þessari útivist.
Fannst þetta nú aðallega skondin setning: “Hún átt að vera löngu komin í háttinn…”
Fréttina í heild má svo finna á slóðinni: http://www.visir.is/article/20070106/FRETTIR01/70106034