Hagur samfélagsins og hverrar og einnar manneskju.
Hvað með hag þeirra?
Þú vilt semsagt skerða frelsi mitt við frelsi næsta eintaklings á þeim forsendum, að það sé hagi samfélagsins og einstaklinga innan þess til bóta?
Hvernig getur þú alhæft um slíkt?
Ríkið stundar sjálf frelsisskerðingar á borð við að rukka skatta af hinu og þessu, er það ekki samfélaginu til bóta? Græðir samfélagið ekki líka á frelsisskerðingum?
Ef menn þættu rétt að aka um undir áhrifum áfengis og vímu efna, er það samfélaginu til óbóta hagfæðilega að skerða þerskonar frelsi?
Eru þeir ekki mikið frekar að skerða frelsi fólks til þess, eins að lækka bæði óæskilega slysakostnað og dauðsföll eða annarskona líkamsmeiðingar?
Ef ég drep fjöldamorðingja, er ég að skerða hag samfélagsins? óháð því hvort það sé siðferðislega rétt eða rangt.
En þér finnst sem sagt algjörlega fínt ef maður er að tala við manneskju og hún segir “Þetta er bara rangt” Og maður spyr af hverju og svarið er “Bara”
Ég get ekki svarað þessu, vegna þess að það er háð því í hvaða samhengi spurt er um…
Þetta er álík hallærisleg spurning og ég myndi spyrja þig: “Ef þú ert spurður, myndurðu svara játandi eða neitandi”.
Ef spurt er um: Af hverju elskara þú móður þína, og umrædd manneskja myndi svara “Bara það er eithvað í mér sem lætur mig elska hana”, þá myndi ég ekki fara rukka hana eða hann um einhverja starðfræðiformúlu sem sýndi fram á hvers vegna hún/hann elski móður sína.
En ef spurt er um: Á hvaða forsendum fynnst þér rangt að skerða frelsi annara, þá er ég alveg til að hlusta á rök.
Rökin geta hljómað svona: “siðgæði samfélagsins í dag, fordæma þerskonar verknaðar óháð því hvert mitt gildismat á æskilegt eða óæskilegt siðferði er.
Á þeim forsendum sætti ég mig við að skert frelsi mitt er við næsta einstaklings”
Svo er það allt annar handleggur hvort siðgæði samfélagsins sé næg rök fyrir frelsisskerðingum.
Til að mynda eru margir siðapostular frjálshyggjunar sem telja siðgæði samfélagsins ekki næg rök til að hefta frelsi, þess sem ætlar að vinna á sér mein. En nota sér samt siðferisleg rök gegn því að rangt sé að skerða frelsi annara.
Ég kalla það hræsni, að fordæma siðferðisrök alment, en notasér þau svo þegar siðferðis kend þeirra er ögrað.