Síðan ég frétti af hengingu Hussein's og sá hann í video ganga síðustu skref sín þá hefur mér alveg síðan liðið ömurlega. Heimurinn getur verið svo vondur. Við fáum ekkert gott af því að lífláta fólk. Jú auðvitað var ekki rétt hjá Saddam að myrða milljónir manna en sama hve stór glæpur er, þá lagfærist glæpurinn ekkert með því að drepa tilbaka því það myndar þennan dráps-vítahring sem heldur áfram, í öðrum orðum Hryðjuverk.
Fangelsi er staður fyrir fólk sem hefur gert slæma hluti og þar á að kenna því að þetta var ekki rétti hluturinn og kannski gæti fólkið öðlast virðingu fyrir lífinu og lært af mistökum sínum. Saddam Hussein átti frekar að fara í fangelsi til að læra af mistökum sínum í stað þess að verða drepinn. Núna ætla hryðjuverkamenn að hefna sín enn frekar við Bandaríkin og útaf þessari aftöku þá skapast fleiri morð.
Svona finnst mér þetta bara og ég þurfti að skrifa þetta í þeirri von að þeir sem studdu henginguna sjái hvað þetta var rangt! Auðvitað getum við gert heiminn að betri stað til að búa í, en ekki til að drepa saklaust og sekt fólk svo að okkur sjálfum líði betur…