Þeir sem hafa rannsakað CIA, aðgerðir þeirra, hegðanir og lögbrot ættu ekki að láta orð lögfræðingsins um tengsl CIA við fjöldagrafirnar á sig fá. Stofnun sem brýtur alvarlega af sér um 100.000 sinnum á ári, þar á meðal alþjóðalög og er fær um að stýra verkefnum á borð við MKULTRA gæti alveg tekið að sér að prufa efna- og sýklavopn á óbreyttum borgurum í erlendu landi. Það kæmi heldur ekki á óvart því það er vel vitað að Írakar fengu m.a. efnavopn frá BNA.
Þetta er hinsvegar eitthvað sem við eigum aldrei eftir að vita nokkuð um, fyrr en í mesta lagi eftir 50 ár enda er okkur takmörk sett vegna laga sem vernda starfsemi og gögn slíkra stofnanna. Hinsvegar miðað við sögunna og það sem hefur fyrir tilviljun komist á yfirborðið er engin ástæða til að ætla að lögfræðingurin sé einungis að draga í efa fullyrðingar sem þessar til að verja skjólstæðing sinn, hugsanlega er eitthvert sannleikskorn í því sem hann segir.