Saddam var mjög vondur leiðtogi og því ekkert sem átti að vera í fyristöðu að koma honum frá völdum.
Saddam var snillingur í því að halda völdum. Hann dreifði völdum vel og sá til þess að engin fylking í landinu yrði nógu sterk til þess að ýta honum til hliðar. Hann var búinn að vera einræðisherra í 23 ár og fyrir áætlanir bandamanna bjóst enginn við því að hann væri á leiðinni burt. Svo var hann líka snillingur í að takmarka alþjóðlegar aðgerðir gegn sér, meðal annars með því að safna peningum og eignast valdamikla vini.
Hann var einn af ríkustu mönnum heimsins og var duglegur í að gefa réttum aðilum “gjafir”, meðal annars einstaklingum innan Sameinuðu Þjóðanna. Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar og Rússar voru vinaþjóðir einræðisstjórnarinnar alveg til leiksloka. Þetta atriði og “oil for food” spillingin innan SÞ voru líklega þau tvö atriði sem komu í veg fyrir samþykktar aðgerðir undir Sameinuðu Þjóðunum.
En eins og sameinuðu þjóðirnar vildu meina að það voru til leiðir sem myndu ekki leiða til stríðs.
SÞ finnst gaman að ræða hlutina á friðsamlegan hátt, hinsvegar hefur það sjaldan bein áhrif. Auk þess að mjög lítill hluti af mannsfalli og öðrum neikvæðum áhrifum kom frá hinu opinbera stríði (sem er löngu lokið). Það versta eru þau átök sem eru á milli Íraka, þessi átök hefðu líklega orðið óháð því hvernig Saddam/Baath hefðu verið fjarlægð frá völdum. Núverandi átök hefðu líklega orðið margfalt meiri ef enginn hefði verið til þess að leggja línurnar og berjast gegn uppreisnarmönnum, á endanum hefði hvort sem er þurft að senda “friðargæsluliða” til þess að leggja línurnar að nýju stjórnunarkerfi og öryggismálum í landinu.