Ég er ekki með heimildir enda er lítið um heimildir hér á klakanum, allavega á internetinu. En man eftir því að fjölmiðlar fjölluðu um þetta fyrir 1-2 árum síðan. Af hverju keyra aldraðir langt undir hámarkshraða? Af því þeir eru svona rosalega gáfaðir? Nei flestir gera það vegna þess að sjónin og skynfærin almennt hafa farið versnandi. Ætti þá einstaklingurinn að hætta að keyra ökutæki eða er þetta í lagi bara á meðan hann keyrir hægt? Svo held ég að flestir þurfi að vera dauðadrukknir til þess að geta ekki haldið sér á akreininni. Hinsvegar eru mörkin dregin strax eftir fyrsta bjór, við þau mörk ætti maður en þá að vera hæfari ökumaður en fólk sem pískrar augun með langa röð á eftir sér. Annars gæti mér ekki verið meira sama um þetta enda sjálfur löngu kominn með prófið. Bara orðinn þreyttur á því hversu fyrirsjáanlegt þetta samfélag okkar er orðið, að flestir myndi sér skoðannir í samræmi við pólitíska rétthugsun.