Þetta er kannski hálf kjánalegur korkur, en ég vissi bara ekki hvar annarsstaðar ég ætti að tala um þetta. Þetta var eini staðurinn sem mér datt í hug að það gæti verið annað fólk en ég sem hlustaði á þetta :p
Ég er semsagt að tala um útvarpsrásina 94.3, sem var, þar til fyrir stuttu, The BBC World Service, eða enska ríkisútvarpið (held það sé ríkisútvarpið). Þar gat ég hlustað á allar helstu fréttir heimsins án þess að þurfa að finna mér dagblað og eyða tíma í að fletta á blaðsíðu 50 framhjá öllum smávægilegu innlendu fréttunum (persónulega hef ég meiri áhyggjur af ástandinu í írak og noður-kóreu en því hvort lögreglumönnum sem yfirbuguðu mann sem dó síðan úr súrefnisskorti hefur verið vikið úr starfi), og ég gat gert það án þess að þurfa að kaupa dagblaðið og án þess að þurfa að setjast niður og lesa það, ég hlustaði bara á það meðan ég keyrði í skólann eða vinnuna.
En svo fyrir stuttu kom einhver ömurleg íslensk rás sem ég veit ekki hvað heitir sem spilar jólalög og einhvern fjandann allan daginn á 94.3 í staðinn fyrir BBC (örugglega fín stöð en það er nóg af íslenskum útvarpsstöðvum sem spila tónlist).
Ég geri ráð fyrir því að það séu fréttir á einhverjum af þessum íslensku stöðvum en þær eru ekki á klukkutíma fresti og eins og allar aðrar íslenskar fréttir eru þær væntanlega aðallega um smávægilega innlenda atburði sem ég hef lítinn áhuga á.
Er ég eini íslendingurinn sem hlustaði á þessa stöð og vill fá hana aftur?