http://www.frjalshyggja.is/orri/index.php?id=3629
Hvað finnst fólki?
Arnþór
Þetta er frekar fáránleg umræða, auðvitað þarf að reka þessi samtök og menn sem vinna alla daga í þessu þurfa að sjálfsögðu laun, það er deginum ljósari að þeir geta ekki notað hverja krónu til að gefa fátækum krökkum. Það sem þið virðist samt gleyma er að Unicef er hluti að sameinuðu þjóðunum og allt fjármagn til reksturs alþjóðlegu samtakanna er fengið úr árlegum styrkum frá aðildaríkjum sameinuðu þjóðanna. Það þýðir að allt fjármagn sem er safnað fer beint í það að hjálpa þessu fólki, fyrir utan það sem einstaka siðspilltir menn í Nairóbí stela. Það er ekki hægt að líta á nokkra glæpamenn og líta þannig á að Unicef byggist á þannig mönnum. Það er mjög verðugt að gefa í svona og þeir sem gefa mánaðarlega eiga hrós skilið. Svo vil ég líka benda á að þessi athugasemd hjá óla er stórkostlega ýkt og Ísland er langt frá því að vera eitt spilltastaland í heimi, má þar benda á Bandaríkin, Kína, Rússland og mörg smáríki sem eru langt um spilltari en Ísland. Þrátt fyrir það að Árni Johnsen hafi gert „tæknuleg mistök“ þá er það ekki lýsandi fyrir stjórnendur þessa lands.
Öll gjöld Unicef námu árið 2005 rúmum 34 milljónum, meðan innkoman frá heimsforeldrum, söfnunum, styrkjum og fleira nam u.þ.b. 264 milljónum. Það segir allt sem segja þarf.
Lausnin á vanda Afríku eru ekki rauð nef heldur frjáls viðskipti.
Ekkert annað.
FriðbjörnÍ aftasta hlekknum stendur hinsvegar: “Some studies suggest that around 14 percent of uninfected babies could acquire the virus if they were breast-fed by their HIV-positive mothers. One South African study, reported in the New York Times, put the risk at 28 percent.” Þarna sést að talan sem hann nefnir er eflaust nær 14% en 28%. Þarna sést hins vegar líka að Friðbjörn er ekki sérlega vel að sér í enskunni. Það er ekki rétt að 14/28% HIV smitaðra barna smitist gegnum brjóstamjólk heldur 14/28% þeirra barna sem fæðast ósmituð þrátt fyrir að móðir þeirra sé smituð smitast af brjóstamjólk. Eitthvað segir mér að prósentan lækki enn frekar við það. Til að skoða þetta nú enn frekar reyndi ég að finna umrædda New York Times grein en það tókst ekki. Hins vegar fann ég nýrri grein (en þó gamla) um sama mál hjá BBC (http://news.bbc.co.uk/1/hi/health/background_briefings/aids/429664.stm) þar sem sagt er frá rannsóknum sem benda til að þessi tala sé 10.3%. Og það er sko minna en 28%!
…jafnvel þó vitað sé að um 28% barna sem smitast af HIV veirunni smitist í gegnum brjóstamjólk móður sinnar.