Guð minn góður, það er allt svo einfalt hjá þér. Annaðhvort eru menn lengst til hægri eða svo eru þeir kommúnistar.
Þegar ég tala um yfirvaldasinna þá er ég að vísa í þennan pólitíska spektrum sem ég nefndi hér að ofan. Spektruminn skiptist ekki eingöngu í hægri og vinstri. Hann skiptist í hægri, vinstri, upp og niður. Það er ekki hægri og vinstri sem ræður því hvort að þú sért hlynntur forræðishyggju eða ekki, það er upp og niður (frjálslyndi og yfirvaldastefna). Hægri og vinstri segjir bara það hvar þú stendur í efnahagsmálum.
Það að hann sé á móti hjónaböndum samkynhneigðra sýnir einfaldlega að hann sé með siðferðiskennd.
Og er það ekki merki um yfirvaldastefnu þegar yfirvaldið þröngvar siðferðisreglum sínum á þegnanna? Hey, afhverju ekki bara að fangelsa fólk fyrir dónaskap? Myndi það sýna góða siðferðiskennd?
Ef hann myndi vilja að samkynhneigðir væru fangelsaðir eins og Che vildi þá væri hann yfirvaldssinnaður.
Það eru öfgarnar. Þú getur verið yfirvaldasinni án þess að vera argasti kommi eða fasisti.
Það heitir ekki að vera yfirvaldssinnaður að vera á móti eiturlyfjum.Það eru langflestir flokkar á móti þeim.
Flestir flokkar eru líka hlynntir forræðishyggju.
Hann hefur ekki aukið umsvif ríkisins umtalvsert heldur hefur hann tekið tímabundnar varúðarráðstafanir gegn hryðjuverkamönnum sem eiga rétt á sér.
tímabundnar varúðaráðstafanir? Hann hlerar símana hjá löndum sínum án dómsúrskurðar. Hann lagði af Habeas corpus, for fucks sake. Afhverju ekki bara brenna stjórnarskrána?
Bætt við 3. desember 2006 - 22:33 Þess má til gamans geta að samkynhneigð var ólögleg í Texas þangað til fyrir 4 árum síðan. Hvernig hljóðaði Che dæmið aftur?