Ok, áður en ég byrja þá vill ég troða þessu inní hausinn á þér. Ef við lítum á innrásina frá alþjóðlegu sjónarmiði þá var hún alls ekki lýðræðisleg. SÞ voru á móti henni og flest öll heimsbyggðin var á móti henni. Ég átta mig á því. Það eina sem við Skuggi erum búnir að vera að reyna að troða inn í þinn þykka ofurgáfaða rebelhaus er að innrásin fékk stuðning frá Bandaríkjamönnum. Innrásin fékk stuðning frá Bandaríkjamönnum. Ég ætla að segja þetta einu sinni enn: INNRÁSIN FÉKK STUÐNING FRÁ BANDARÍKJAMÖNNUM. Ríkisstjórn sem að Bandaríkjamenn kusu sér tók þá ákvörðun að ráðast inní Írak. Hefði Bandaríska þjóðin verið ósátt við þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar þá hefði hún að öllum líkindum ekki ENDURKOSIÐ HANA ÁRI EFTIR INNRÁSINA!! Ég átta mig á því að 90% þeirra sem kjósa Rebúblikana eru snarþroskaheftir hálfvitar, og að áróðursvél Bushmanna getur stjórnað þessu fólki eins og strengjabrúðum, en það er ekki afþví að í Bandaríkjunum ríkir einræði illra samsærismanna og það er ekki afþví að fólki er svipt frelsi til að velja sér ríkisstjórn. Þetta er einfaldlega út af því að fólk er fífl. Við Evrópubúar fylgdumst agndofa með þegar Bush var endurkjörinn og hugsuðum með okkur “Vá, hvernig í andskotanum gerðist þetta? Þetta hlýtur að vera einhverskonar Neo-con samsæri” Nei. fólk er fífl. Punktur.
Hey, engin sagði að lýðræði væri fullkomið. Þú virðist hafa fest það í hausinn á þér að lýðræði sé einhver réttlæting. Ef eitthvað er lýðræðislega gert þá er það rétt gert. Getur hlutur ekki verið bæði lýðræðislegur og neikvæður?
Var ég einhverntímann að tala um Sovétríkin?
Þú vildir meina að kosningakerfi Sovétanna væri betri en kosningakerfi Bandaríkjamanna.
Ég er ekkert að réttlæta helförina.
Hvenær í andskotanum gaf ég það í skyn? Gætiru bent mér á það?
” Ég er bara að segja að flokkur sem hafði yfirburðarfylgi ákvað þetta innan vébanda sinna nákvæmlega eins og repúblikanar gerðu
Já. Og? Þessi samanburður hjá þér gengur ekki upp. Bandaríkjamenn eru með opið kosningakerfi. Það er rotið, já, en ekki nærri því jafn rotið og það þýska. Bandaríkjamenn eru með alvöru kosningar á 4 ára fresti. Þýskaland var alræðis einvald. SÉRÐU MUNINN? SÉRÐU EKKI MUNINN? Segðu mér að þú sjáir muninn áður en ég hendi tölvunni minni út um gluggann.
Hefði kosningarkerfið í Þýskalandi verið eins og kerfið er núna í Bandaríkjunum þá hefði helförin verið lýðræðisleg. Það hefði ekki réttlætt hana.
Innrásin í Írak var lýðræðislega ákveðin innan Bandaríkjanna. Það réttlætir hana ekki.
“5 FLOKKAR?
Á síðasta þingi voru þeir tveir og einn óháður þingmaður, ekki vera að ljúga svona. fólk er fífl og ef að þeir vita nánast ekkert hvernig önnur stjórnmálaöfl en hægriöfgar eru þá kjósa þeir ekki annað.
Hér er listi yfir frambjóðendur í forsetakosningunum 2004.
Bush / Cheney Republican
Kerry / Edwards Democrat
Badnarik / Campagna Libertarian
Peroutka / Baldwin Constitution
Nader / Camejo Independent, Reform
DC Cobb / LaMarche Green
Hvað eru margir flokkar? 2?
Auðvitað eru fáir sem að kjósa þessa þrjá litlu flokka, en það kemur einræði ekkert við. Fólk sem vill losna við Rebúblikana munu kjósa Demókrata til að auka fylgi þeirra. Ef þeir myndi kjósa einhvern annan flokk eins og t.d. Frjálshyggjuflokkinn eða Græna flokkinn, þá myndu þeir draga úr fylgi demókrata og auka forskot Rebúblikana. Þessi staða er að sjálfsögðu ekkert jákvæð en þetta er heldur ekki merki um einræði, vænissjúki taugasjúklingurinn þinn.
Hvað gerist við fólk sem kýs eitthvað annað en Rebúblikana eða Demókrata? Hvernig hefnir Stóri bróðir sín á þeim?