Svona afsakar Björn okkar Bjarnason beinan þátt okkar í að halda ófriði í heiminum.

Frá bjorn.is:
Ég hef skýrt afstöðu ríkisstjórnar Íslands til innrásarinnar með vísan til þess, að hún hafi þar staðið með hefðbundnum samstarfsríkjum sínum innan Atlantshafsbandalagsins – það hefði verið miklu stærri ákvörðun með að gera það ekki en að gera það. Þá hefði íslenska ríkisstjórnin skipt um samstarfshóp innan NATO.
***
Stuðningurinn við inrásina var semsegt ekki kominn til sökum þess að þeir menn sem tóku ákvörðunina töldu hana vera rétta á þeim tíma.
Nei, ákvörðunin var tekin til að standa með þessum svokölluðu vinum okkar.
***
Það er greinilegt að okkar ástkæri ráðherra er hafin yfir gott og illt. Það sem skiptir honum miklu meira máli en framþróun heimsins í átt til friðar er vinátta.
***
Það er reyndar alltaf gott og blessað að eiga góða vini, en fyrr má nú aldeilis vera. Auk þess eru alvöru vinir meira fyrir það að benda manni á misgjörðir manns í stað þess að sleikja á manni rassgatið.
***
Að vísu hefði það verið mun stærri ákvörðun hefði Dabbi ákveðið að löðrunga vin sinn Bush í stað þess að sleikja á honum óæðri endan, en fyrst Björn Bjarnason er með svona mikla fóbíu fyrir stórum ákvörðum, hvernig hafði hann þá í sér að samþyggja Kárahnjúka.
***
Þessi afsökun Björns er í einu orði lýst léleg. Það er því orðið deginum ljósara að núverandi meirihlutasamstarf hefur gert Ísland að bananalýðveldi númer 1. Og því þakka ég Birni fyrir að varpa því á sjónarsviðið.