Í sambandi við það…
Ég er einnig á móti þessum vaxandi glæpaheimi sem ólögleiki fíkniefna hefur fyrst og fremst skapað. Hinsvegar verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á eigin hegðun, að vera háður vissum efnum afsakar ekki að skerða frelsi annarra (t.d. með þjófnaði eða ofbeldi). Mikil glæpastarfsemi hefur einnig skapast í kringum áfengisbönn, enda er það mjög skaðlegt og ávanabindandi fíkniefni sem er frekar löglegt eingöngu vegna menningarlegra ástæðna. Ríkisvaldið hendir mörgum milljörðum af skattpeningum í baráttuna gegn öðrum fíkniefnum en það sjálft selur. Slíkir peningar myndu nýtast betur í beinum aðgerðum gagnvart alvöru glæpamönnum eins og t.d. þjófum, slagsmálahundum eða morðingjum.
Benda fingrinum á einstaklingana sjálfa en ekki neysluna þeirra. Einstaklingar eiga að hafa algjör yfirráð yfir eigin líkama og neyslu óháð því hvort aðrir í þjóðfélaginu telji neysluna vera æskilega eða ekki. Frelsi mitt endar þar sem frelsi þitt hefst, hljómar það ekki rökrétt? Því ætti neyslan sjálf ekki að vera ólögleg heldur eingöngu ofbeldishegðunin sem fylgir sumum í óhóflegri neyslu. Eingöngu er hægt að réttlæta frelsisskerðingu ef hún er sjálfsvörn gegn þeim sem fara yfir á frelsi annarra af fyrra bragði, allt annað er óréttlætanleg forræðishyggja þeirra sem vilja stýra öðrum eftir hentisemi.