Skorður við akstri
Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp sem bannar yngri ökumönnum að aka bifreið á tilteknum tíma sólarhringsins, takmarka farþegafjölda og vélarafl bifreiða sem þeir stýra.
Whaaat?!?!? Ég rakst á þetta um daginn og hélt að þetta væri bara rugl.. En ekki er þetta virkilega satt? Ég finn ekkert á mbl.is um þetta. Mér er ekki skemmt. Má maður þá ekkert keyra á ákveðnum tímum? Hvað á maður að gera vegna vinnu, skóla, og ýmissa annarra aðstæðna..? Við erum líka fólk. Við erum ekki að fá bílpróf til að mega keyra stundum.
En ok, það er reyndar alveg satt að ungir ökumenn eru mikið vandamál og valda miklum slysum, vegna gáleysis og annars.. En mér finnst þetta soldið ósanngjarnt..