Á meðan vopnaðar hreyfingar Palestínumanna hafa vissulega varpað eldflaugum hefur 480 flaugum verið varpað milli júní og nóvember 2006, og hefur alls sært 17 ísraela. Á sama tíma hafa árásir hersins á Gaza kostað 360 palestínumenn lífið, frá því að Gilead Shalit var tekinn til fanga. Helmingur þeirra voru borgarar, þar á meðal 80 börn og 800 palestínumenn hafa særst. herinn hefur valdið gífurlegri eyðileggingu, varpað sprengjum á raforkuver og vantsskortur ríkir einnig af þessum völdum. Loftárásir og sprengjuárásir hersins stofna einnig lífi 1.4 miljóna Palestínumanna á Gaza í hættu.
Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels orðaði það best þegar hann sagði „Að enginn mun fá að sofa á Gaza“.
Hvað umræður við stjórnina varðar er viðrukennt alþjóðlega að kosningarnar fóru lýðræðislega fram og Hamas voru löglega kjörnir. PLO og Fatah voru líka eitt sinn skilgreindir sem hryðjuverkasamtök, þó sömdu ísraelsk stjórnvöld við þá (ekki það að Palestínumenn hafi fegnið mikið fyrir sinn snúð), og raunar voru Menachim Begin og Ben Gurion einng í samtökum sem voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök á sínum tíma. Leiðtogar Hamas hafa hvað ofan í æ lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að ræða við Ísrael undir leiðsstjórn Mahmoud Abbas, forseta heimastórnarinnar og formanns PLO. Má þá bæta við að PLO eru viðrukenndir alþjóðelga sem fulltrúar Palestínumanna. Þú semur ekki frið við vini þína heldur óvini.
Ef Ísraelar vilja frið, verða þeir að vera tilbúnir að ræða við kjörna fulltrúa Palestínumanna, það þýðir ekkert að ætla sér að ræða við „hófasaman minnihlutann“ eða ætla sér að hafa áhrif á lýðræðislegt val Pales´tinumanna á leiðtogum sínum. Það er ekki leið til friðar, og Palestínumenn munu ekki láta bjóða sér frið byggðan á yfirgangi. Aðeins friður sem byggist á réttlæti mun haldast.
Að ætla sér að líkja saman Quassam eldfugunum og sprengjum hersins er fáránlegt, eins og að líkja saman Davíð og Golíat. Hundruðir Quassam-eldflauga sem hefur verið varpað á meira en ári hafa drepið einn Ísraela. Margvíslegar sprengjur Ísraelshers hafa þegar drepið hundruðir Palestínumanna.
Skammdrægar Quassam-flaugarnar eru mjög frumstæðar, eru lítið meira en pípa sem er fyllt af heimagerðum sprengjum. Þó er það rétt að Ísraelsher, sem er einn af háþróðuðustu herjum í heimi, hefur ekkert svar við þeim, og það hefur ekki tekist að stöðva þær með hernaðarárásum.
Að ekki sé svo talað um fásinnuna að ætla að leggja hernmunda þjóð og hrenámsveldið .