Þegar maður er orðinn 16, sérstaklega 17 ára þá er mun meira framboð í vinnu og ef bílprófsaldur er hækkaður um eitt ár þá er einnig óbeint verið að hækka vinnualdur um 1 ár.
Hugsiði bara útí það, alltaf þegar það er verið að ráða mann í vinnu þá er spurt “Ertu með bílpróf?”
Fram að árinu fyrir bílprófsárið þá byðst það að vinna í vinnuskólanum en eftir það og ef ekki fyrr fer maður að leita sér að betur borgaðri vinnu sem í mjög mörgum tilvikum þarf bílpróf.
Svo væri líka hægt að líta á þetta þannig að maður er þarna byrjaður í skóla, og þarf mögulega að keira langar vegalengdir, jafnvel á milli bæja á 17 ára aldursárinu.
Bestu rökin sem mér dettur í hug :) Það væri heimskulegt að koma með rök eins og “Okkur langar að rúnta!” Eða “Við nennum ekkert að labba”
It's like having your cake…