Mér finnst alls ekki gaman að þurfa að koma af stað umræðum varðandi kynþáttafordóma en þessu verð ég að koma á framfæri.
Ég hef tekið eftir auknum fordómum í kringum mig. Þeir sem að voru neutral fyrir 2-3 árum eru gallharðir kynþáttahatarar. Jafnvel þeir sem að voru á móti þeim í sumar eru orðnir kynþáttahatarar!
Í morgun var ég spurður af bekkjarbróður mínum hvort einhver hafi dáið í loftárásunum í Afganistan. Þegar ég svaraði játandi mátti greina “Yessss!” auðveldlega frá honum. Sjálfur get ég sætt mig við mannfall svo fremur sem að það fyrirbyggir hættur, en ég fagna því alls ekki.
Svo heyrði ég seinna nokkra bekkjabræður mína vera að gera grín af hörundsleitu fólki. T.d. sagði einn orðrétt: “Pældu í því að ef að það væru bara negrar í Kringlunni, og ég væri eini hvíti. Þá væri ég afburðafagur maður”. Er þetta ekki gengið einum of langt!
Ég heyrði líka oft eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin hluti eins og “Það á bara að útrýma öllum þessum helvítis handklæðahausum!” og slíka hluti.
Í dag gekk ég fram á 8. bekkinga, og heyrði ég greinilega “Þessir helvítis negradjöflar!” koma úr munni eins þeirra. Bíddu, litlu krakkarnir líka farnir að apa eftir?
Einhverra hluta vegna finnst mér eins og kynþáttahatarar séu ekki lengur fólk með skoðanir heldur bara beinlínis einhverjar steríótýpur, rétt eins og chocoar.
Mér finnst þetta vandamál, kynþáttahatrið, vera hreinlega hundsað af t.d. skólayfirvöldum, kennarar segja ekki múkk þó svona lýsingum beri á góma fólks. Það þarf virkilega að setja harðari reglur á svona hluti sem kynþáttafordóma, ég hreinlega þoli ekki lengur að fara og heyra þetta sama skítapakk sem að stundar þennan ósið segja sömu niðrandi orðin um fólk sem er öðruvísi á litinn en það!
Ps. Mig langar til þess að vita hvar ég get skráð mig í Heimsþorp, samtök gegn kynþáttahatri á Íslandi. Getur einhver upplýst mig um það?<br><br>————————
<img SRC="http://www.legionsofvalhalla.net/pics/villisig.jpg"