Í dag þann 5 November er dagur sem mun skrifast í sögubækunar. Í dag var dæmt í máli Saddams Hussains og það var kveðinn upp dauðadómur. Allt í kringum þetta mál er algjör vitleysa og ætla ég að fara smá í gegnum gang mála.
Þetta byrjar allt á því að George Bush sakar Íraka að þeir hafir gjöreyðingarvopn en Írakar neita því. Bandaríkjamenn hlusta ekki á það og ráðast inn í Írak. Sameinuðuþjóðirnar gáfu ekki leyfi fyrir þessari árás en Bandaríkjamenn hlustuðu ekkert á það og réðust inn í Írak. Eftir margra ára stríð og fleiri hundruð dauðsföll játa Bandaríkjamenn að það hafa ekki verið nein gjöreyðingarvopn en fela sig á bakvið að þeir náðu að handsama Saddam Hussain forseta Íraks.
Saddam vildi fá almennileg réttarhöld en fékk ekki. Hann fékk réttarhöld sem Bandaríkjamenn stjórnuðu! Hann er dæmdur sem morðingi en ekki sem einræðisherra sem misnotaði vald sitt. Auðvitað átti hann að fara til Sviss eða Svíðþjóðar og dæmdur sem stríðsglæpamaður en ekki sem einhver morðingi. Virkilega ósanngjarnt og óréttlátt að hann skuli ekki vera dæmdur eins og Milosevich eins og hann óskaði sér.
Allt þetta mál var klúður og þetta er virkilega mikill sorgardagur og ég vona að Ísland fordæmi þennan dóm eins og Palestínumenn og Spánverjar!