ég ætla að reyna að svar þér og Kiljó :) sjáðu til ef ég hefði svarið þá væri ég sjálfsagt orðin firðarverlaunahafi Nobels. En, það eina sem heimurinn hefur virkilega sameiginlegt eru börnin, í flestum tilfellum trúi ég að við öll elskum og viljum vernda börn, ef við sem viljum vernda þau ,stöndum vörð um þau, t.d. með því að styðja ekki stríðsáróður.
Tala um það sem er að ske í Súdan, það sem skeður í Palestínu, ég er ekki að tala um pólitíkina, heldur börnin, þú skipta svo mikklu máli, ef fólk, mótmælir þessum barna morðum og nauðgunum, barsmíðum haturskennslu og hervæðingu barna, hversu mikklu meira gætum við fengið áorkkað til friðar.
Afhverju að taka afstöðu með landi sem notar börn til stríðs eða morðs, afhverju ekki frekar að segja við SÞ að við viljum að börnum verði slept úr ánauð, ef björgum 1 barni úr ánauð er það ekki kraftaverk, ef við komum einu barni um skiling að hatur sé aldrei lausn deilna er það ekki sigur? Hvað ef heimurinn hætti að mótmæla stríði og færi að mótmæla barnaþrælkun, barnamorðum, barnaofbeldi, með því að hjálpa börnum gætum við gert breytingar til góðs.
Hvað ef við stæðum á austurvelli, í marga klt samann, með kertaljós og skilti í þöglu mótmælum gegn mistnotkun barna til stríðs og propaganda, hvað ef við stæðum vörð um þennann fjársjóð sem heimurinn á, væri framtíðinn ekki bjartari?
Byrjunin er að gefa ekki löndum sem nota börn fyrir sína eiginn þágu byr undir báða vengi með því að halda uppi áróðri þeirra, það skiptir okkur engu máli, það sem skiptir málir eru börnin í Palestínu, börnin í Israel,(þau eru líka hærdd) börnin í Sudan, börnin í Kína, börn út um allann heim sem eiga rétt á lífi, friði, mentun og framtíð, það ætti að vera markmið okkar.
Ef við gefum börnum bjarta framtíð, þá á heimurinn bjarta framtíð. Kannski að það sé kominn timi á að einblína á sakleysingjana, og hætt að láta blekkjast af áróðri pólitíkusana um víða veröld.
Er þetta einfeldi af minni hálfu? Kannski, enn þegar börn eru annars vegar, þá skiptir það mig engu máli hvort að svo er, því þau skipta meira máli en ég.
Börn eiga aldrei að vera hrædd, í anauð, í þrælkun eða svöng. Við megum aldrei gefast upp á því að bjarga börnum þessa heims.
Afsakið villur, ekki mannabest í Íslensku.