Byrjum á frétt frá Írak þar sem það er alltaf vinsælasta umræðefnið.
Fyrir tveimur árum þegar bráðarbirgðarstjórn var sett á fót fékk varnamálarráðuneytið 1,2milljarða dala til þess að eyða í búnað fyrir nýja íraska herinn. 400 af þeim milljörðumn var eytt í úreltum og gallaðan búnað sem var ekkert not fyrir en resti, um 800milljarðar, gufuðu upp. Ekki nóg með það heldur hefur allt varnarmálaráðuneytið, sem þá var, flúið land og núna búa þeir allir við vellystingar um Evrópur eða Miðausturlöndunu.
21 ráðherrar hafa verið kærðir og tveir verið dæmdir í fangelsi fyrir spillingu.
Hvernig var þetta hægt? Það voru spurningarnar sem fréttamaður spurði og rannsakendur gátu ekki svarað.
Svo að e-u allt öðru, þjóðarmorð. Það fyrsta á 21. öldinni. Í Súdan ríkir öfgafull og harðgerð arabastjórn og er plnaið þeirra að drepa/losna við alla í Súdan sem eru ekki arabar. Hundruðir þorpa hafa verið brennd og um 300þús manns verið drepið.
Eina fólkið sem hefur e-ð brugðist við þessu er Bandaríkjastjórn og var George W. Bush fyrstur til að kalla þetta þjóðarmorð og það framan í einræðisherran sem sat í sæti sínu á fundi Sameinuðu þjóðanna en hann og tveir samstarfsmenn hans gerðu ekkert nema hlægja að þessum ásökunum.
Erfitt var að koma auga á þetta því þetta gerist allt á mjög afskekktum stöðum og flestir eru bara að horfa í hina áttina. Bandaríkstjórn eru að reyna fá samþykkt að geta sent friðargæsluliða til Súdan en núna eru þeir að halda á lífi rúmum tveimur milljónum flóttamönnum við landamærin í risastórum flóttamannabúðum.
Djöfull eru Bandaríkjamenn miklir fávitar.
Vildi ég bara vekja athygli á þessum fréttum og hvet ég alla til þess að horfa á þennan þátt því merkilegri eru þessar fréttir og betur unnar en þær sem við sjáum dags daglega.
Ofangreind athugasemd var klárlega kaldhæðni, bara til forðast misskilning.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”