Já það eru nokkrir punktar þarna hjá þér. En mér finnst endilega að þú sért að segja að Írakar hafi átt eitthvað úrvalslið sem hefði getað staðið í bandamönnum.
Þú átt þá líklegast við “lúðveldisvörðinn” (republican guard) sem voru álitnir sterkur kjarni í Íraska hernum (svokallað crack unit).
Þeir voru ekki bara í Norðurhluta landsins heldur voru þeir einnig búnir að grafa sig niður við Basra og voru nálægt bagdad, á þá var ráðist með B-52 sprenjuvélum. Einnig kom til skriðdrekabardaga norðan við Kuwait borg, við flugvöllinn ef ég man rétt, þar sem T72M drekar íraka (það besta sem þeir áttu) með Lýðveldisvarðaráhafnir voru eyðilagðir á yfir 2000 metra færi af bandarískum M1A1 Abrams með hitamiðunarbúnað (thermal Imaging). Írakarnir sáu aldrei óvinadrekana og áttu aldrei nokkurn möguleika. Það áttu margir sérfræðingar von á að Íraski herinn gæti staðið eitthvað í bandamönnum fyrirfram, en það reyndist algert ofmat og í stríðinu kom fram að hertækni, þjálfun og skipulag (C3) bandamanna var heilli kynslóð á undan því sem Írakar réðu yfir. Enda var þetta gríðarlegt áfall fyrir ráðamenn í Moskvu og Peking því þeir vissu um leið að þeir voru jafn illa búnir í samanburði.
Þú talar um að mikill dugur sé í rússneskum hermönnum, og rétt er það að þeir hafa í gegnum tíðina þolað mikið mótlæti, og þá sérstaklega í ww2, og staðið sig vel. Þú ættir hinsvegar að kynna þér nánar ástand rússneska hersins í dag, þar sem agi er nær enginn, liðhlaup mjög algengt, og öll þjálfun í lamasessi vegna fjárskorts. Rússneski herinn var í mikilli hnignun meðan á stríðinu í afghanistan stóð, en þó náðist töluverður árangur með beitingu Spetznas sérsveita sem dulbjuggu sig sem mujahideen og gerðu laumuárásir.
þegar þú talar um bardagann í mogadishu þar sem Delta og Rangers voru “rasskelltir” (þín orð) þá mæli ég með að þú lesir Black Hawk Down, sem er mjög greinargóð lýsing á aðgerðinni í heild, og bardaganum í smáatriðum. Þó að bandaríkjaher hafi biðið taktískan ósigur í þessari einu aðgerð þá er óviðunandi að tala um rasskellingu í því samhengi eins og þú munt eflaust sjá sjálfur.
SAS verður eflaust beitt, og eru líkast til löngu komnir til afghanistan, en þeir standa ekki í bardögum, heldur framkvæma þeir hnitmiðaðar aðgerðir og veita mikilvægar upplýsingar um ferðír og búnað óvinarins. 3rd Commando Brigade er miklu stærra lið sem hefur meðferðir stórskotalið, einhver þungavopn, þyrlur og slíkt, og þeim yrði beitt ef kemur til þess að taka flugvelli (til dæmis í suðurhluta afghanistan) og nota þá til frekari árása til stuðnings norðurbandalaginu.
Hind þyrlan er sannarlega gæðagripur, en kaninn ræður einnig yfir hættulegum árásarvopnum og það er svipað erfitt að skjóta niður Pawe Low þyrlu og hina brynvörðu HIND. enginn er að tala um að mannfall verði ekkert er til landaðgerða kemur, enda er slíkt ekki hluti af alvöru stríði.
segi þetta gott í bili :)
kíktu á UK Ministry of Defence .. góðar síður og getur lesið um 3 commando þar.<br><br>______________________________
“If it ain´t War, it ain´t History!”
______________________________
______________________________