Að kalla þetta feminisma er að vissu leiti konum í hag, sem er varla jafnrétti beggja kynja. Sumir vilja skipta þessu í tvo flokka, feministar og rauðsokkur. Ég skipti þessu í feminista/rauðsokkur og jafnréttissinna. Er ekki bara best að tala um jafnrétti allra manneskja? Auk þess að oft fylgir hugtakinu þvingað jafnrétti, eða “jákvæð mismunun”. Jafnrétti er ekki að það sé jafnað út öll hlutföll í 50/50, heldur að allir hafi sama frelsi til þess að klifra upp lífsgæðastigann. Ég ber enga virðingu fyrir þeim karlmönnum sem að eru í karlahópi feministafélagsins. Yrðu konur ekki snarvitlausar ef það væri til machoismafélag með minni kvennhóp innan þess?