útlit fólks er mismunandi og höfum við öll okkar eigin stíl og er hægt að flokka sum okkar í svona staðlaða útlitshópa.
T.d – Nördar, lúðar, hnakkar, artífarar, tjokkó, retró, gay og fleira hægt að nefna. Ég sé ekkert að því svo sem segir ekkert til um hvernig persóna manneskja er.
Ég las nefnilega fyrir ekki svo löngu grein frá ónefndu blaði, eftir ónefndan höfund og sú grein var um leikarann David Hasselhoff og hljóðaði greininn ,,David Hasselhoff lítur út eins og nauðgari” og ég hugsa. ,,nauðgaralegur?” er komið staðlað útlit á.. hegðun?
Er þá ekki komið staðlað útlit á fólk sem myrðir.. og fólk sem fer í sturtu á þriðjudags morgnum? Ég var frekar hissa líka yfir myndinni sem fylgdi greininni. Þarna var mynd af Hasselhoff hress og kátur og brosandi. Hann var í hvítum stuttermabol sem var frekar í þrengri kantinum. Svörtum herrabuxum með svart belti og hélt á jakkanum sínum yfir öxlina.. og minnti myndin mig allrahelst á Dressmann auglýsingu. Eldri herramaður í ,,chasually dressed” línu frá Dressmann. Og þetta gaf greinahöfundur nafninu ,,nauðgaralegt”. Ekki hef ég heyrt af því að Hasselhoff sé þekktur fyrir nauðganir, er þá ekki hægt að flokka þessi orð greinahöfunds sem meinyrði?
Svo er líka önnur pæling. Það er ekki hægt að segja til um fyrir fram hvaða verknað fólk er mögulegt um að framkvæma og finnst mér það frekar ósanngjarnt gagnvart heiðvirðu fólki sem virðist bara hreinlega hafa þennan fatasmekk og vera því flokkað sem nauðgarar því það gengur um í ,,chasually dressed” fyrir eldri menn fatastíl.
Þetta blað kannski getur líka gefið okkur upp staðlað útlit fyrir morðingja, konuberjara (wife-beaters), og kannski þetta blað geti líka gefið okkur upp staðlað útlit alcoholista og barnaníðinga… svo við getum nú passað okkur á svona fólki..
Kannski þetta sé einhver persónulegur einkapirringur á málinu, en mér finnst það ekki vera hægt að Útlitsflokka fólk í hegðunar hópa…
dwagons shalt rule the woðld