Ég rakst á þessa töflu hjá hagstofunni.
http://www.hagstofa.is/?PageID=634&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=VIN02011%26ti=M%E1na%F0arlaun+eftir+starfsst%E9tt+og+kyni+2004%2D2005+++++++++++++++++%26path=../Database/vinnumarkadur/manadarlaun/%26lang=3%26units=Fjöldi%20/%20Þús.%20króna
mæli með að þið kynnið ykkur hana. Burt séð frá því að laun sumra stétta eru hlægilega lág þá virðast karlar fá að meðaltali hærri kauphækkanir en konur.
Dæmi: Meðalmánaðartekjur karla í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum hækkuðu um 29þús. á mánuði en kvenna aðeins 21þús árin 2004-2005. Kannski ekki mikill munur, en munur þó.
Hjá iðnaðarmönnum hækkuðu laun karla árin 2004-2005 um 24þús. að meðaltali, en laun kvenna um ekki neitt.
Að lokum hækkuðu laun XY-litninganna um 19.000 á mánuði að meðaltali en aðeins 12.000 hjá konum árin 2004-2005.
Bætt við 15. október 2006 - 11:25
síðasta dæmið fjallaði um verkamenn