Þú hefur ekkert í höndunum til þess að draga í efa opinberar tölur Íraskra stjórnvalda.
Þú meinar þá eitthvað annað en skýrslu unna af einum virtasta ef ekki bara virtasta háskóla veraldar?
Birt í óháðu og jafnfram einu virtasta læknatímariti heims?
Og hvað hefur þú… orð BNA manna og stjórnar háð þeim?
Mæli með því að þú kynnir þér hvernig “opniberar” tölur um t.d. Víetnam stríðið stóðust nánari skoðun að stríði loknu..
Þær komu jú frá opinberum tölum frá Vítenamstjórn háðri íhlutun BNA hersins
Langar að setja aftur þetta comment þitt efst og þá sérðu vonandi hversu fíflalegt það er
Þú hefur ekkert í höndunum til þess að draga í efa opinberar tölur Íraskra stjórnvalda.
Ef þú hefur ekki þekkingu á því hvernig háskólar í BNA starfa þá get ég sagt þér það núna að þeir þrífast á styrkjum frá fyrirtækjum að mestu leyti - sérstaklega þessir stærstu..
Kæmi það í ljós að þeir væru að falsa rannsóknir eða standa í pólítískum áróðri undir yfirskyni óháðra rannsókna þá yrði viðkomdi skóli einfaldlega ekki til mikið lengur…
Og þú getur alveg treyst því það er ekki eitthvað sem kæmist í gegn hjá skóla eins og MIT
Af öllum sem ég hef lesið þá sýnist mér að þín einu rök fyrir því að þetta sé pólitískur áróður sé tímasetningin á þessu…
Hugsaðu þetta frekar þannig - ef við gefum okkur að rannsóknin fari af stað þegar ár er liðið frá innrás - hvað getur þú ímyndað þér að það taki langan tíma að vinna jagn viðamikla rannsókn við þær aðstæður sem þarna ríkja…
Reyndar efast ég ekki um að þú nærð aldrei að hugsa svo langt - það skín úr flestum þínum rökfærslum og skoðunum að það að hugsa dæmi til enda er langt í frá þín sterkasta hlið