Alls ekki upp úr þurru, hinsvegar er mikilvægt að átta sig á því að margt af þessu er ógeðfellt. Svo ég bæti við það sem stendur í myndbandinu, Níkaragúa höfðaði mál á hendur Bandaríkjunum síðar og Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi Bandaríkin sek. Þeim var gert að greiða þeim bætur og biðjast afsökunar. Í fyrstu neituðu þeir að virða dómstólinn (sem var meðal annars settur á stól af þeim, hluti af hugmynd um veraldarstjórnskipan, sbr. Sameinuðu Þjóðirnar) en greiddu löngu síðar bæturnar. Þeir hinsvegar afsökuðu verk sín aldrei.
Það má vera að það sé ástæða til að (sic) halda frekar með þeim í baráttunni við ómannúðleg ríki eins og Íran og N-Kóreu. Það afsakar þessi ógnarverk aldrei og það er full ástæða til að rifja þetta reglulega upp alveg eins og helförina eða pogrom í Rússlandi.